íslensk djamm og dónaskapur.

Jæja bandarísku vinir mínir eru farnir af landi brott. Það var alveg æðislegt að fá þá hingað. Þeim finnst Ísland æðislegt land, alveg ótrúlega fallegt og með magnaða sögu. Þeim fannst allt flott og allt vera í mesta 10 mín fjarlægð hehe. Þeim fannst allir vera grannir á íslandi en viðurkenndu að U.S.A væri frekar feitt land. Svo fannst þeim íslenskar konur alveg ótrúlega fallegar, þeir reyndu mikið að finna eina ljóta en það gekk ekki eftir. Þeir elskuðu Eskjuna, Bláa Lónið og Gullfoss. Þeim fannst Room with að view hótelið sem þeir voru á æði og þeir sem eiga það voru frábærir.

Við fórum nokkrum sinnum út á djammið og það er eitthvað sem þeir vilja ALDREI gera aftur hérna. Ég verð að segja að ég skammaðist mín frekar mikið. Til að byrja með er náttlega alltaf stappað inn á öllum skemmtistöðum sem er í sjálfu sér í góðu lagi. En dónaskapurinn sem þeir lentu í var ekki eðlilegur. Enginn baðst afsökunar þegar þeir rákust harkalega í þá, það var labbað að þeim og sagt við þá "are you from U.S.A, we fucking hate Bush, you are all stupid". Reyndar er þeim líka meinilla við kauða en þetta er fáranlegt. Það voru gaurar í röð að sjoppu aðfaranótt laugardags sem voru með endalaust af stælum við einn vin minn eða að reyna að gera allt til að lenda í slagsmálum við þá. Einn vinur minn rakst utan í stelpu og bað hana afsökunar á því, þá bað stelpan hann vinsamlegast að fucking drullast til að hætta að reyna við sig. Þeir höfðu aldrei heyrt eins mikil brothljóð eins og hér það var eins og allir voru að henda brjórflöskunum sínum í jörðina í eitt skiptið þá flaug gler yfir þá alla. Svo var það fleira og fleira. Þeir allavega tóku þá ákvörðun að þeir vildu koma aftur en ekki fara á djammið heldur að leigja sumarbústað og skoða sig um í sveitinni.

Einn þeirra kom fyrir 10 árum síðan og fannst allt hafa breyst svakalega mikið þar á meðal almenn kurteisi.

Þeim fannst líka fyndið að það mundi vera klámráðstefna á íslandi og voru að velta því fyrir sér hvort þeir hefðu komið á vitlausum tíma. hehe.

Verð að segja að hvert einasta skipti sem við kíktum út á lífið þá var það alltaf eitthvað sem gerðist eða var sagt við þá. Eini staðurinn sem þeir voru látnir í friðið og við gátum talað og dansað saman var 11.

Hilsen

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Ég var einmitt að hugsa þar sem ég er mikið landbyggðarbarn, hvað mér finnst vera lítið um ruddaskap og virðingarleysi þar sem við vinirinir förum helst að skemmta okkur.  Ég persónulega hef lent í því mjög misjöfnu í okkar góðu höfuðborg, s.s á "djamminu" þar sem ég hef verið kýld, uppúr þurru og orðið vitini af miklum dónaskap og neikvæðni. Ég veit hins vegar að þetta er minni hluti sem lætur svona en af sjálfsögðu metur maður ástandið út frá því.

  Þetta er bara mjög leiðinleg staðreynd að kurteisi og tillitssemi er á undanhaldi í nútímasamfélagi.

Öfunda þig ekki að hafa þurft að bjóða vinum þínum uppá þetta en hins vegar hefurðu greinilega gefið þeim minnisstæða og góða upplifun

Anna Sigga, 21.2.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband