Nei hæ allir

Vá hvað það er langt síðan að ég skrifaði eitthvað hérna inni.

En það er mikið búið að vera að gera í vinnunni og ég hef ekki tekið mér tíma að skrifa.

Mikið rosalega er ég að verða leið á öllum þessum skoðakönnunum með kosingarna það er meira fjallað um þær en stefnumál flokkana. Ég hef aldrei verið eins óákveðin með hvað ég ætla að kjósa, ég mun kjósa en ég bara get ekki gert upp hug minn. Ég á t.d fyrirtæki það er ekki stór en samt mitt :) Annan hvern mánuð þarf fyrirtækið mitt að borga staðgreiðslu og það er eins og ríkið sé að reyna að láta fyrirtæki á hausinn ekki að við séum að fara á hausinn en það er óþolandi að þurfa að borga svona risakommur annanhvern mánuð en auðvitað gerir maður það alltaf á réttum tíma. ég heyrði að í Svíþjóð þegar þú startar nýtt lítið fyrirtæki þá þarftu ekki að borga "staðgreiðslu" held að það sé fyrstu 3 árin. Þetta gera svíar til að hjálpa litlum nýjum fyrirtækjum að koma sér af stað. Væri það ekki æði að þetta yrði gert hérna?

Mér finnst flokkarnar vera með glansauglýsingar um sjálfan sig en maður veit sjálfur að það er lítið sem er svo staðið við. Ef ég fer ekki að ákveða mig þá enda ég á auðum seðli með fýlukall en vona að til þess komi ekki.

Alllavega ég ætla að halda áfram og já ef einhver veit um góðan klippara sem vantar vinnu endilega látið mig vita.

 

Þið eruð öll æði.

Hilla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband