Jólabókin mín í ár

immaÞað er ekkert betra en að fá góða bók um jólin til að lesa og hafa það kósý. Ég er búin að hafa mjög sérstakan smekk undafarið og hef lesið mikið af sannsögulegum bókum. Um konur, menn og börn sem hafa ekki átt 7 dagana sæla. Kannski til að sjá hvað maður hefur það nú fjandi gott og ætti ekki að vera að bölva yfir hlutum meðan það er til fólk sem eiga svo miklu meira erfitt en við. Vinkona mín benti mér á bók um daginn sem hún hafði lesið og sagði að ég yrði að lesa hana til að gera mér grein fyrir því hvernig það var að vera í Rúanda á meðan fjöldamorðunum stóð. Tveir ættbálkar að berjast eða í raun og veru einn að slátra hinum með sveðjum. Ég vil fá þessa bók ef ég fæ hana ekki þá fer ég beint eftir jól og kaupi mér hana. Vinkona mín sagði að Immaculée nær manni alveg. Manni líður illa, vel, er stolt og grætur. Hvernig var hægt að láta svona hlut fara frammhjá sér, af hverju gerði enginn neitt til að hjálpa þeim? Fyrr en svo rosalega seint?

 

 

„Frásögn Immaculée Ilibagiza er sterk og getur verið leiðarvísir til þeirra, sem vilja „fyrirgefa hið ófyrirgefanlega“.“ Leiðari Morgunblaðsins

Ég sá viðtal við hana í 60 minutes og það var ótrúlegt að sjá þessa  sterku konu fyrirgefa manni, taka utan um mann sem  drap frænda hennar  og frænkur. Þvílíkan styrk sem þessi kona sýndi.

Það er ekki alltaf auðvelt að lesa svona bækur en það er samt nauðsynlegt til að geta gert sér almennilega í hugarlund hvað gerist stundum beint fyrir framan okkur en enginn gerir neitt eða þykist gera það. Við erum að vakna til betri vitundar og fólk sýnir meiri stuðning og samúð.

Allavega ég vil lesa þessa bók og dást meira af þessari ótrúlegu sterku konu.

Allavega nú skulur allir vona að jólin verða hvít og fallegt.

 

Leyndó leyndó

Í morgun þá leit ég í moggann ekki af því að ég gat hreinlega ekki beðið af spenning að lesa hann heldur fékk ég símtal þar sem mér var fallega bent á það að það hefði verið vitnað í splunkunýja bloggið mitt. Ég auðvitað hélt að þetta væri eitthvað grín. En neiiiiiii í staksteinum þann 12.12.06 þá er verið að tala um blog og pólitík svo er allt í einu minnst á mig eða semsagt almenningur.

"Ég ætla nú ekki að byrja neitt stórt bara að segja hæ og svo áður en þið vitið af þá kemur einhver svaka sprengja."

Það er enginn sprengja á leiðinni hvorki pólitískt eða eitthvað annað, eða hvað?

En rosalega er samt gaman að vitna í sjálfan sig.. haaaa það er bara ágætt.

Ég er í raun og veru að blogga í fyrsta skiptið á ævi minni, ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt þar. Mig minnir að ég hafi stofnað þetta blogg um 9:30 í gærkvöldi og það var í mogganum 7 um morgunin daginn eftir. Mér finnst þetta auðvitað fyndið, smá stolt að hafa komist í blöðinWink Bjóst nú aldrei við því en maður veit aldrei. Núna er það bara spurning hvort maður eigi að gerast svaka pólitísk og skrifa um það. Já það verður kannski en ekki alveg strax er bara að æfa mig í þessu blog.is og það er alveg nóg af fólki sem skrifar um pólitík.

Ég er allavega mjög spennt fyrir því að fara að skrifa hérna. það er ótrúlega mikið af fólki sem er að skrifa hérna og það er mjög gaman að lesa það eða sumt af því ;)

Jæja núna er það bara spurning hvenær á ég að droppa þessari bombu á ykkur öll sem á eftir að breyta öllu sem við stöndum fyrir og lifum. Haldið ykkur fast.

Nehhh bara að grínast eða er það ??

 


Jólin, jólin.

Jæja núna eru jólin að nálgast og allir byrja að keyra sig á stressinu, minna sig á hverjum degi hvað á eftir að kaupa og ælta að gera það daginn eftir. En gera það svo ekki.

Ég reyndar er búin að öllu, kláraði jólainnkaupin á laugardagainn er búin að senda út öll jólakortin. Ég veit reyndar ekki alveg með bakstur ég held að ég muni bara treysta á Jóa Fel :)

Maður finnur fyrir stressinu sem er að nálgast hjá fólki, það fljúga heilu bæklingarnir inn um lúguna og allskonar uppástungur með hundruði af jólagjöfum og ég veit ekki hvað og hvað.

Núna er ég reynslunni ríkari kláraði allt lét engar auglýsingar eða markaðsetningar hafa áhrif á mig sem var reyndar frekar erfitt þar sem ég læt allt þannig hafa áhrif á mig, og vinn við að selja auglýsingar.

Núna get ég slakað á nema auðvitað í vinunni minni og notið þess að jólin nálgast hraðar og hraðar.

AMEN


Jæja þá....

Jæja, ég er nú enginn snillingur á svona blogg en það er nú allt í lagi að prufa það. Það eru svo margir að blogga um hitt og þetta að ég ákvað að vera með kannski.

Við munum nú sjá til hvernig þetta á allt eftir að fara.

Ég ætla nú ekki að byrja neitt stórt bara að segja hæ og svo áður en þið vitið af þá kemur einhver svaka sprengja.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband