Í morgun þá leit ég í moggann ekki af því að ég gat hreinlega ekki beðið af spenning að lesa hann heldur fékk ég símtal þar sem mér var fallega bent á það að það hefði verið vitnað í splunkunýja bloggið mitt. Ég auðvitað hélt að þetta væri eitthvað grín. En neiiiiiii í staksteinum þann 12.12.06 þá er verið að tala um blog og pólitík svo er allt í einu minnst á mig eða semsagt almenningur.
"Ég ætla nú ekki að byrja neitt stórt bara að segja hæ og svo áður en þið vitið af þá kemur einhver svaka sprengja."
Það er enginn sprengja á leiðinni hvorki pólitískt eða eitthvað annað, eða hvað?
En rosalega er samt gaman að vitna í sjálfan sig.. haaaa það er bara ágætt.
Ég er í raun og veru að blogga í fyrsta skiptið á ævi minni, ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt þar. Mig minnir að ég hafi stofnað þetta blogg um 9:30 í gærkvöldi og það var í mogganum 7 um morgunin daginn eftir. Mér finnst þetta auðvitað fyndið, smá stolt að hafa komist í blöðin Bjóst nú aldrei við því en maður veit aldrei. Núna er það bara spurning hvort maður eigi að gerast svaka pólitísk og skrifa um það. Já það verður kannski en ekki alveg strax er bara að æfa mig í þessu blog.is og það er alveg nóg af fólki sem skrifar um pólitík.
Ég er allavega mjög spennt fyrir því að fara að skrifa hérna. það er ótrúlega mikið af fólki sem er að skrifa hérna og það er mjög gaman að lesa það eða sumt af því ;)
Jæja núna er það bara spurning hvenær á ég að droppa þessari bombu á ykkur öll sem á eftir að breyta öllu sem við stöndum fyrir og lifum. Haldið ykkur fast.
Nehhh bara að grínast eða er það ??
Flokkur: Bloggar | 12.12.2006 | 20:22 (breytt kl. 20:25) | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
segi það sama til hamingju gamla mín
Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 22:27
Það á eftir að verða spennandi að fylgjast með þér hérna. En hvernig er þetta með hamstrana, hversu sjaldgæfir eru þeir??
Felix (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 11:32
Hamstrarnir eru einstaklega sjaldgæfir, ég get reddað þér tonn af þeim tonn segi ég.
Hildur Sif Kristborgardóttir, 14.12.2006 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.