íslenskar konur

Já ég er alls ekki að standa mig nógu vel að blogga enda hef ég aldrei verið þekkt fyrir að vera einhver blogg drotting eins og margar kynstöllur mínar. Ég er núna á föstudaginn að fá 3 kana vini míni í 8 daga. Vei það er alls ekki auðvelt að hafa 100% dagskrá í gangi fyrir þá. Jú það er bláa lónið, Gullfoss og Geysir, þjóminjasafnið og eitthvað þannig, jú þingvellir. Ísland er bara of lítið ég er ekki að nenna að fara langt eða vera á milljón allan daginn. Reyndar eru þeir alveg svakalega spenntir fyrir íslensku næturlífi og konunum sem því fylgja.

Voðalega er það samt leiðinlegt að vinir mínir frá Wisconsin í U.S.A eru búnir að heyra og lesa um það hvað íslenskar konur eru lauslátar og auðvelt að fá sér að ríða. Þetta kemur náttlega alls ekki frá mér en þetta er venjulegir 35 ára gamlir strákar. Ekki að þeir halda að þetta sé einhver riðuferð, þeir eru nú að koma að heimsækja gamla vinkonu en þessi orðrómur er alls ekki að eyðileggja neitt.

Allavega ég verð að leggja hausinn verulega í bleyti..... Endilega ef þið vitið eitthvað látið mig vita en alls ekki eitthvað sem tekur marga klukkutíma að keyra.

HILSEN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Voðalega er það samt leiðinlegt að vinir mínir frá Wisconsin í U.S.A eru búnir að heyra og lesa um það hvað íslenskar konur eru lauslátar og auðvelt að fá sér að ríða." Hljómar eins og íslenskar konur séu loksins farnar að hugsa eins og karlmenn, hehe. Annars finnst mér verra hvernig Íslendingar haga sér yfir höfuð á djamminu, oftast ofurölvi og hrokafullt.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Agný

Hér ert þú að skrifa / blogga um mál sem er að birtrast út um allan heim..Ég var inni á síðu sem á  að  flokkast "no dónó" og þar voru linkar og myndir af berum konum sem  sagði við þær..Kirkjubæjarklaustur, Vík í Mýrdal, og fleira í þessum dúr..Skrifa meira seinna..

Agný, 11.2.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband