Klámráðstefnan fræga

Ég verð að segja að ég er alls ekki manneskja sem styð klám á neinn hátt en samt verð ég að segja að mér finnst soldið langt gengið þegar ráðstefna sem átti að halda hérna var hætt vegna þess að við vildum hana ekki.

Ef þjóðin vildi ekki hafa þessa ráðstefnu af hverju var þá ekki bara kosið um það. Ríkið á ekki Hótel Sögu þannig ég býst við að eigendur þess þurfa ekki að finna fyrir þrýstingi ef þeir vilja fá hóp af fólki til að koma og halda ráðstefnu. Hvað ef það hefði átt að vera ráðstefna um tölvuleiki og fólk sem er á móti ofbeldisfullum tölvuleikjum hefðu ekki viljað það á þá bara að setja stopp á það. æi ég veit ekki mér finnst verið að gera soldið mikið mál úr þessu öllu saman. Þetta minnir mig á svona nasista ríki. ég veit að tonn af feminístum eiga eftir að vera í sjokki yfir því að ég kona skuli segja þetta en ég er bara ekki sátt við það að það sé tekið valdið af eigendum og sagt nei þetta sæmir ekki íslandi. hafið þið semsagt ekki farið í djammið þar er bara einstök klámráðstefna í gangi þar, ég er þá ekki að meina alla :)

Þeir sem stóðu fyrir þessari ráðstefnu hafa aldrei lent í öðru eins, þau hafa alltaf getað haft þessar ráðstefnur og það er aldrei gert neitt mál úr því nema á íslandi auðvitað.

Við buðum nú hérna fyrir nokkrum árum þáverandi forseta Kína, HVAÐ VAR ÞAÐ. Mér finnst það hryllingur. Maður sem stóð fyrir fjöldamorðum.....

Málið er það að við bjóðum opinberlega mönnum sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum eða mönnum sem eru í æðstu stöðum bandaríkjastjórnar sem standa núna fyrir "fjöldamorðum" og það er bara o.k af hverju eru þessir menn ekki stoppaðir.

Þessar konur sem leika í klámyndum vilja það sjálfar þær elska peningin og elska athyglina. haldið þið að Jenna Jameson líði eitthvað illa. Manneskjan er moldrík og elskar klám enda stærðsta klámstjarna bandaríkjana. Og það kemur bara engum við hvað hún gerir....

Allavega hafið þið það sem allra best og plís ekki koma með langloku með eitthvað sem tengist því hvernig farið er með konur ég geri mér alveg fulla grein fyrir því.

Knús

Hilla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara gæti ekki verið meira sammála þér.  Þetta mál var bara komið út í einhverja vitleysu.  Fólk þarf nú aðeins að staldra við og horfa til baka og setja hlutina í samhengi áður en farið er af stað í einvhern æðibunugang.

Og hananú =)

Hilsen

FELIX

Felix (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:17

2 identicon

1. Ég held að kynhvötin sé frumþörf sem þarf að fá svölun á sama hátt og hungur og  þorsti eða eins og við þurfum skjól og samband við annað fólk.

2. Ég held að mjög margir í okkar samfélagi séu einir hafi ekki aðgang að mörgum þeirra frumþarfa sem að ofan er talið. sennilega hafa allir aðgang að næringu, vatni, klæðum og húsaskjóli, en það hafa ekki allir aðgang að samneyti við annað fólk og kynlífi. Fólk getur alla jafnan sótt samneyti við aðra í gegnum vinnu eða fjölskyldu - en hvert á það að sækja kynlíf?

Stóra spurningin er hvað gerist ef þessari frumþörf er ekki sinnt - hver verður niðurstaðan? getum við beint henni þá í ákveðinn farveg t.d. með klámi? það held ég:

Af þ´vi leiðir að:

Ég er fylgjandi klámi - held það sé mannbætandi og uppbyggilegt - held að það sé mun hollara öllu fólki að horfa á fólk láta vel hvert að öðru en að horfa t.a.m á dráp og meiðingar, held hinsvegar að þeir sem hafa ekki gaman af klámi eigi að geta fengið frí frá því og ekki eigi að troða því upp á neinn, þó ég sé mjög andvígur matreiðsluþáttum í sjónvarpi og matráðstefnum sem hvetja til ofáts, lotugræðgi og annarra átraskana - eru  hreinlega stórhættulegir -  held ég þó ekki að eigi að banna slíka iðkan en fólk ætti að geta valið sér hvað það vill gera og meðan allir þáttakendur; áhorfendur iðkendur og framleiðendur klám-, ellegar ferða- eða matarefnis eru að gera það sem þeir gera af fúsum og frjálsum vilja held ég að það geti ekki verið neitt athugavert við það. Við sýnum ekki börnum klám og við sýnum ekki börnum ofbeldi þessvegan er það engin spurning hvort þetta hafi slæm áhrif - og ég held að klám-kallar og kellingar séu ekki verra fólk en annað, jafnvel rólyndari ef eitthvað er.

Davíð Davíðsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband