Það er ekkert betra en að fá góða bók um jólin til að lesa og hafa það kósý. Ég er búin að hafa mjög sérstakan smekk undafarið og hef lesið mikið af sannsögulegum bókum. Um konur, menn og börn sem hafa ekki átt 7 dagana sæla. Kannski til að sjá hvað maður hefur það nú fjandi gott og ætti ekki að vera að bölva yfir hlutum meðan það er til fólk sem eiga svo miklu meira erfitt en við. Vinkona mín benti mér á bók um daginn sem hún hafði lesið og sagði að ég yrði að lesa hana til að gera mér grein fyrir því hvernig það var að vera í Rúanda á meðan fjöldamorðunum stóð. Tveir ættbálkar að berjast eða í raun og veru einn að slátra hinum með sveðjum. Ég vil fá þessa bók ef ég fæ hana ekki þá fer ég beint eftir jól og kaupi mér hana. Vinkona mín sagði að Immaculée nær manni alveg. Manni líður illa, vel, er stolt og grætur. Hvernig var hægt að láta svona hlut fara frammhjá sér, af hverju gerði enginn neitt til að hjálpa þeim? Fyrr en svo rosalega seint?
Frásögn Immaculée Ilibagiza er sterk og getur verið leiðarvísir til þeirra, sem vilja fyrirgefa hið ófyrirgefanlega. Leiðari Morgunblaðsins
Ég sá viðtal við hana í 60 minutes og það var ótrúlegt að sjá þessa sterku konu fyrirgefa manni, taka utan um mann sem drap frænda hennar og frænkur. Þvílíkan styrk sem þessi kona sýndi.
Það er ekki alltaf auðvelt að lesa svona bækur en það er samt nauðsynlegt til að geta gert sér almennilega í hugarlund hvað gerist stundum beint fyrir framan okkur en enginn gerir neitt eða þykist gera það. Við erum að vakna til betri vitundar og fólk sýnir meiri stuðning og samúð.
Allavega ég vil lesa þessa bók og dást meira af þessari ótrúlegu sterku konu.
Allavega nú skulur allir vona að jólin verða hvít og fallegt.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bókin er góð
Ólafur fannberg, 15.12.2006 kl. 00:11
Nýlenduherrar það er gaurar sem eru alls ekki treystandi.. það er alveg á hreinu
Hildur Sif Kristborgardóttir, 15.12.2006 kl. 15:44
Hæhæ sæta til hamingju með bloggið þitt þín eina systir Eva Björk
Eva Björk Lárusdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.