Allir að tala um Byrgið

Jæja það kemur manni ekkert svakalega á óvart að allir séu að tala um Byrgið og Guðmund. Eða margir að blogga um það og tala um það og koma með tonn af sínum eigin útgáfum og hitt og þetta. Burtséð frá því hvað hann "hefur" átt að gera, það er ekki mitt að segja. En þá fannst mér ekki alveg farið rétt af því hvernig þetta var allt gert. Ég ætla ekki að vera ein af þeim sem kemur með heilu ræpuna um það mál.

Það er reyndar eitt sem mig langar að vita og tengist ekki Guðmundi eða Byrginu á neinn hátt. Er ekkert komið út úr krufningunni með manninn sem lést á Hótel sögu eða lenti í slagsmálum þar? hvað koma nákvæmlega fyrir? Var það hjartaáfall eða var það lögreglumanninnum að kenna? Mig langar að vita það því ef þessi lögga hefur átt þátt í því að hann dó og er alls ekki að segja að hann hefur þá er það mjög alvarlegt mál. Væri fínt að fá að vita hvort það hefur eitthvað meira komið í ljós þar.

Allavega það verður gaman að sjá hvernig blogginn verða á morgun eitt er víst að fólk á eftir að skrifa um það af hverju Guðmundur kom ekki í Kastljós og margar útgáfur af hverju.... En eitt er víst það eiga fáir eftir að halda að hann hefur verið verðurteftur á heiðinni. Wink

 

Jæja jólin nálgast ef ég skrifa ekki meira fyrir jólin þá vil ég að þið hafið það öll sem allra best yfir hátíðina...

 

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Þessi myndskilaboð eiginlega kláruðu þetta, vissi ekki að kjálkinn gæti skoppað svona langt niður. En satt er, það er umdeilanlegt hvað siðferðislega er rétt eða rangt í þessu máli-þ.e. varðandi flutninginn.  Ætla heldur ekki að koma með neina ræpu um það.  Gleðileg jól ástin-kannski sjáumst við á vappi í rokinu :) 

Laufey Ósk (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband