Jæja þá er þessi blessaða detox kúr búin, ég kláraði hann ekki þetta er erfitt en þetta virkar samt, mæli alveg með þessu. En best að gera þetta bara einu sinnu. Maður þarf að venjast því að borða ekki mat bara vera á detox efnum en samt þetta virkar bara svona andskoti vel...
Vei vei
Bloggar | 2.7.2007 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja fyrstu dagurinn er að enda og þetta gekk ágætlega vel... hreinsunin er á fullu.. eða held ég. Hlakka til að klára þetta til að sjá hvort þetta er að virka eða ekki.
Á morgun verður eins og það séu jól hjá mér ég fæ að klára 500 ml flösku af viðbjóðslegum safa sem inniheldur einna helst rauðrófur... Veiiiiiiiii get ekki beðið og ekki má gleyma hinum bragðmiklu hörfræjum sem má alls ekki tyggja verður að gleypast heil...
Svo er bara spurning hvort ég geti dag númer 2... vei vei vei...ég verð svo hrein eða ætla allavega að vona það annars...
Hilsen
Hildur
Bloggar | 27.6.2007 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já vinkona mín keypti þennan snilldarkúr sem samanstendur af allskonar djúsum, hörfæjum og tei. ég ákvað að prófa þennan kúr sem stendur yfir í 7 daga. 1 dagur er svona lítill matur meira af djús og hörfræjum, 2-5 dagur er djús, hörfræ og te. 7 dagur smá matur og djús, hörfræ og te.
Ég er á 1 degi og er að deyja, vá hvað ég er ekki með vott af styrk þegar það kemur að sleppa mat og hreinsa sig með djúsum, hörfræjum og tei. Ég er nú merir auminginn þetta er ekki megrun bara svona stutt hreinsun á líkamanum. Dagur 1 og er að drepast, veiiiiiiiiii... Þetta verður fyndið hvernig næstu dagar verða og svo mun ég tryllast og borða tonn af óhollum mat hehe. En ég ætla allavega að reyna þetta en það versta við þetta er að ég má ekki drekka kaffi, ég á eftir að vera ein sú versta í skapinu. Gaman að vera með mér, en vinkona mín er með mér í þessu þannig að við getum annaðhvort byggt hvor aðra niður eða við eigum eftir að sleppa okkur, en vinkona mín er svo dugleg og umburðalynd að ég held að hún eigi eftir að vera mikið í því að þagga niður í mér og segja mér hvað ég standi mig vel.
úfff jæja best að fara að sofa og hugsa hverstu yndislegt það verður að borða ekkert en drekka tonn af hreinsansdi vökva á morgun :)
Bloggar | 27.6.2007 | 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef ekkert farið á skemmtistaði frá því að reykingarbannið byrjaði.
Fór reyndar núna um helgina, kíkti á nokkra staði, til dæmi byrjaði að fara á Boston.
Svo fórum við á Barinn og smelltum okkur á dansgólfið og vá þvílíka svitalyktin sem var þar að ég var að kafna, gat hreinlega ekki verið þar inni. Algjör viðbjóður, þá held ég að reykingarlyktin sé mun skárri en að finna svitalyktina af fólkinu. VIð vorum alveg án gríns alveg að kafna gátum þetta hreinlega ekki. Fórum af Barnum og fór heim og mér fannst ég lykta af svita frá öðrum ekki gott. Svo vorkenni ég fólkinu sem býr í miðbænum það er þvílíkt mikið af fólki sem stendur út á göru og er að reykja þannig að hávaðinn niðrí bæ er búin að margfaltast þvílíkt.
Ég er mjög ánægð með reykingarbannið en það er spurning hvort eigendur skemmtistaða geta ekki afmarkað svæði innanhús um helgar sem má reykja.
Kv.
Hildur
Bloggar | 25.6.2007 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá hélt ég að sumarið væri að koma en svo er ekki það er skítakuldi úti veiiiiiiiiii......
Jæja núna eru 5 mánuðir frá því að ég sleit mig frá auglýsingarbransanum, hélt að ég mundi ekkert fylgjast með auglýsingum eða spá neitt í þeim. Nei fjarri frá því ég er ennþá að hæla og skíta yfir hinar og þessar auglýsingar, gangrýnin mín er ekki farinn og heldur ekki áhuginn að sjá hvað er verið að gera í þeim bransa.
Það er alveg brjálað að gera á öllum auglýsingarstofum það er nóg að horfa á sjónvarpið og lesa blöðin, maður getur lagt saman 2 og 2. Á Íslandi er mikið af mjög góðum og flottum stofum og svo eru líkar sumar sem að mínu mati eru alveg úti að skíta í flestum tilfellum. En mér bregður alltaf rosalega þegar þessu góðu eða góðu leikstjórarar eða hugmyndasmiðir koma með mjög lélega auglýsingar þegar maður veit að þeir eiga að geta betur. Ég ætla alls ekki að telja þær upp vill ekki særa neinn en ég skil ekki þegar sumar góðar stofur koma með lélega hugmynd.
Mér t.d fannst Lalla Johns frá örryggismiðstöðinni ekki léleg en maður vissi það strax að fullt af fólki mundi ekki vera ánægð með hana. Og að mörgu leyti þá skil ég það mjög vel en að hinu leyti þá skil ég það ekki. Eins og maður segir alltaf það eru tvær hliðar á öllu máli og ég get alveg verið viss um það að auglýsingastofan (himin og haf) hefur pottþétt ekki gert þetta með það ásetning að særa lalla eða gera lítið úr honum.
En ég er auðvitað voða mikið að spá í make-up og hári enda skráði ég mig í hárgreiðslu í haust 28 ára gömul að fara aftur á skólabekk, veiiiii það verður skrýtið en gaman enda ætla ég mér líka að vera best í bransanum
Jæja ég er ekki að spá að lofa að vera dugleg að blogga vill ekki svíkja loforð.
Bið að heilsa ykkur.
Hildur Sif
Bloggar | 24.5.2007 | 00:06 (breytt kl. 00:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vá hvað það er langt síðan að ég skrifaði eitthvað hérna inni.
En það er mikið búið að vera að gera í vinnunni og ég hef ekki tekið mér tíma að skrifa.
Mikið rosalega er ég að verða leið á öllum þessum skoðakönnunum með kosingarna það er meira fjallað um þær en stefnumál flokkana. Ég hef aldrei verið eins óákveðin með hvað ég ætla að kjósa, ég mun kjósa en ég bara get ekki gert upp hug minn. Ég á t.d fyrirtæki það er ekki stór en samt mitt :) Annan hvern mánuð þarf fyrirtækið mitt að borga staðgreiðslu og það er eins og ríkið sé að reyna að láta fyrirtæki á hausinn ekki að við séum að fara á hausinn en það er óþolandi að þurfa að borga svona risakommur annanhvern mánuð en auðvitað gerir maður það alltaf á réttum tíma. ég heyrði að í Svíþjóð þegar þú startar nýtt lítið fyrirtæki þá þarftu ekki að borga "staðgreiðslu" held að það sé fyrstu 3 árin. Þetta gera svíar til að hjálpa litlum nýjum fyrirtækjum að koma sér af stað. Væri það ekki æði að þetta yrði gert hérna?
Mér finnst flokkarnar vera með glansauglýsingar um sjálfan sig en maður veit sjálfur að það er lítið sem er svo staðið við. Ef ég fer ekki að ákveða mig þá enda ég á auðum seðli með fýlukall en vona að til þess komi ekki.
Alllavega ég ætla að halda áfram og já ef einhver veit um góðan klippara sem vantar vinnu endilega látið mig vita.
Þið eruð öll æði.
Hilla
Bloggar | 29.4.2007 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef undanfarið verið að skoða blogg og ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki góð að blogga. Ég blogga ekki á hverjum degi eða tvisvar sinnum á dag, hef reyndar engan tíma í það.
Ég verð að fara að taka mig á í þessu. Eitt sam sem ég skil ekki sumir eru með 2-4 færslur á dag! Vá frekar duglegt fólk og er klárlega að vinna fyrir framan tölvuna.
En það er alltaf jafn gaman að lesa blogg eins mismandi og þau eru skrifuð og um hvað viðfangsefnið er þá eru sum þeirra alveg drep leiðinlegt svona svipað og mitt hehe.
Allavega núna er stofan á milljón að taka breytingum við erum að vonast að það verði allt klárt eftir 30 daga, það er verið að vinna í heimsíðunni sem ég get ekki beðið eftir. Við erum að bæta við okkur AVEDA vörum á stofuna og auglýsa hana, þar sem við erum AVEDA verslunin í miðbænum þurfum bara að láta fólk vita af því. Kúnnarnir eru alveg rosalega ánægðir með þjónustuna sem við gefum. Eða allir sem koma í lit fá stutt handanudd og allir sem koma í klippingu fá höfuðnudd og hárþvott.
Síðan þegar allt er komið þá verður Grand opening ég ælta að t.d bjóða P.R meistaranum honum Ómari félaga mínum og blogg vini (omarr.blog.is) kannski hann verðið bara okkar P.R fulltrúi með Impregilo það verður samt pottþétt meira að gera hjá honum hjá okkur....
Jæja dúllur ég lofa að vera betri bloggari.
HILSEN
Bloggar | 9.3.2007 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki svo vitlaus hugmynd það yrði enginn á móti því eða hvað??
Langlífur vegna skírlífis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2007 | 20:26 (breytt kl. 20:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég verð að segja að ég er alls ekki manneskja sem styð klám á neinn hátt en samt verð ég að segja að mér finnst soldið langt gengið þegar ráðstefna sem átti að halda hérna var hætt vegna þess að við vildum hana ekki.
Ef þjóðin vildi ekki hafa þessa ráðstefnu af hverju var þá ekki bara kosið um það. Ríkið á ekki Hótel Sögu þannig ég býst við að eigendur þess þurfa ekki að finna fyrir þrýstingi ef þeir vilja fá hóp af fólki til að koma og halda ráðstefnu. Hvað ef það hefði átt að vera ráðstefna um tölvuleiki og fólk sem er á móti ofbeldisfullum tölvuleikjum hefðu ekki viljað það á þá bara að setja stopp á það. æi ég veit ekki mér finnst verið að gera soldið mikið mál úr þessu öllu saman. Þetta minnir mig á svona nasista ríki. ég veit að tonn af feminístum eiga eftir að vera í sjokki yfir því að ég kona skuli segja þetta en ég er bara ekki sátt við það að það sé tekið valdið af eigendum og sagt nei þetta sæmir ekki íslandi. hafið þið semsagt ekki farið í djammið þar er bara einstök klámráðstefna í gangi þar, ég er þá ekki að meina alla :)
Þeir sem stóðu fyrir þessari ráðstefnu hafa aldrei lent í öðru eins, þau hafa alltaf getað haft þessar ráðstefnur og það er aldrei gert neitt mál úr því nema á íslandi auðvitað.
Við buðum nú hérna fyrir nokkrum árum þáverandi forseta Kína, HVAÐ VAR ÞAÐ. Mér finnst það hryllingur. Maður sem stóð fyrir fjöldamorðum.....
Málið er það að við bjóðum opinberlega mönnum sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum eða mönnum sem eru í æðstu stöðum bandaríkjastjórnar sem standa núna fyrir "fjöldamorðum" og það er bara o.k af hverju eru þessir menn ekki stoppaðir.
Þessar konur sem leika í klámyndum vilja það sjálfar þær elska peningin og elska athyglina. haldið þið að Jenna Jameson líði eitthvað illa. Manneskjan er moldrík og elskar klám enda stærðsta klámstjarna bandaríkjana. Og það kemur bara engum við hvað hún gerir....
Allavega hafið þið það sem allra best og plís ekki koma með langloku með eitthvað sem tengist því hvernig farið er með konur ég geri mér alveg fulla grein fyrir því.
Knús
Hilla
Bloggar | 25.2.2007 | 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja bandarísku vinir mínir eru farnir af landi brott. Það var alveg æðislegt að fá þá hingað. Þeim finnst Ísland æðislegt land, alveg ótrúlega fallegt og með magnaða sögu. Þeim fannst allt flott og allt vera í mesta 10 mín fjarlægð hehe. Þeim fannst allir vera grannir á íslandi en viðurkenndu að U.S.A væri frekar feitt land. Svo fannst þeim íslenskar konur alveg ótrúlega fallegar, þeir reyndu mikið að finna eina ljóta en það gekk ekki eftir. Þeir elskuðu Eskjuna, Bláa Lónið og Gullfoss. Þeim fannst Room with að view hótelið sem þeir voru á æði og þeir sem eiga það voru frábærir.
Við fórum nokkrum sinnum út á djammið og það er eitthvað sem þeir vilja ALDREI gera aftur hérna. Ég verð að segja að ég skammaðist mín frekar mikið. Til að byrja með er náttlega alltaf stappað inn á öllum skemmtistöðum sem er í sjálfu sér í góðu lagi. En dónaskapurinn sem þeir lentu í var ekki eðlilegur. Enginn baðst afsökunar þegar þeir rákust harkalega í þá, það var labbað að þeim og sagt við þá "are you from U.S.A, we fucking hate Bush, you are all stupid". Reyndar er þeim líka meinilla við kauða en þetta er fáranlegt. Það voru gaurar í röð að sjoppu aðfaranótt laugardags sem voru með endalaust af stælum við einn vin minn eða að reyna að gera allt til að lenda í slagsmálum við þá. Einn vinur minn rakst utan í stelpu og bað hana afsökunar á því, þá bað stelpan hann vinsamlegast að fucking drullast til að hætta að reyna við sig. Þeir höfðu aldrei heyrt eins mikil brothljóð eins og hér það var eins og allir voru að henda brjórflöskunum sínum í jörðina í eitt skiptið þá flaug gler yfir þá alla. Svo var það fleira og fleira. Þeir allavega tóku þá ákvörðun að þeir vildu koma aftur en ekki fara á djammið heldur að leigja sumarbústað og skoða sig um í sveitinni.
Einn þeirra kom fyrir 10 árum síðan og fannst allt hafa breyst svakalega mikið þar á meðal almenn kurteisi.
Þeim fannst líka fyndið að það mundi vera klámráðstefna á íslandi og voru að velta því fyrir sér hvort þeir hefðu komið á vitlausum tíma. hehe.
Verð að segja að hvert einasta skipti sem við kíktum út á lífið þá var það alltaf eitthvað sem gerðist eða var sagt við þá. Eini staðurinn sem þeir voru látnir í friðið og við gátum talað og dansað saman var 11.
Hilsen
Bloggar | 19.2.2007 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar