kastljósið

Jáhá það er margt og mikið að gerast nú í dag, verðið er alveg frábært eða eins langt frá því og hægt er.

Ég horfði á Kastljósið eins og flest allir landsmenn. Mér fannst Guðmundur á Byrginu koma bara ágætlega út úr þessu viðtali. Er ekki með búin að mynda mér neina skoðun á þessu öllu saman. En það er eitt sem mér fannst svolítið skrýtið. Jóhannes er góður blaðamaður og ég hef ekkert á móti honum. Eina sem mér fannst draga úr trúverðluleika fréttar hans sem hann hefur gert fyrir Kompás er þegar hann sagði að þar væri rétt að hann hefði borgað konu sem var langt leidd í neyslu peninga. Ég veit ekki en samt finnst mér ef þú tekur fíkil sem gerir hvað sem er fyrir að halda neyslu sinnu uppi peninga til að koma í viðtal þá finnst mér soldið búið að missa trúverðuleikann hjá manneskjunni. Ég hef aldrei heyrt um það áður að blaðamenn séu að borga peningar fyrir að fá viðtal. Ég þekkti einu sinni fyrir langa löngu manneskju sem var í bullandi neyslu, þessi manneskja hafði verið góður vinur í mörg ár en því miður tók fíknin yfirhöndina. Þegar þessi manneskja kom úr meðferð þá talaði ég við hana, hún sagði mér að hún hefði gert allt, sagt allt og stolið hverju sem er til að fjármagna fíknina. Hún sagði mér einu sinni að einhver reyndi að ljúga að henni ef hún mundi stökkva af 4 hæð í blogg niður þá mundi hann borga henni 5.000 kall, manneskjan sem var að mana hana í þetta var sjálfur útúr dópaður. Hún hefði gert það ef vinkona hennar hefði ekki stoppað þetta af. Fyrir 5.000 krónur íslenskar.

En síðan annað með yfirlæknirinn á Sogni, þegar Jóhannes eða Jón jónsson vippar sér að lækni og spyr hann hvort hann hafi ávísað lyfjum á hina og þessa auðvitað á hann að segja nei þar sem hann eins og allir aðrir læknar eru bundnir trúnaði og mega ekki segja hverjum þeir eru að gefa lyf. Eða "gafstu MMöggu lyf" auðvitað segja þeir nei. Svo er lyfseðilinn sýndur þá kannski kemur út eins og hann sé að afsaka sig eða eitthvað í þá áttina eða ennþá að reyna að halda trúnaði. Ég veit ekki, þetta er bara smá pæling. Ég er alls ekki að taka hlið Guðmundar eða Jóhannesar. Þetta er bara leiðinlegt fyrir alla sem koma nálægt þessu. Guðmundur hefur t.d í mörg ár bjargað þeim sem eru hvað mest leiddir í fíkn sinni og Jóhannes hefur verið afburðar blaðamaður eins lengi og ég man eftir.

 

Jæja þangað til að meira kemur í ljós með þetta veður þá mun ég halda mig innandyra :)

góðar stundir gott fólk Smile Munið svo að öll dýrin í skóginum eru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilega hátið

Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 08:03

2 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

Já það er varhugavert

Hildur Sif Kristborgardóttir, 20.12.2006 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband