Jæja núna er ég ekki lengur sölumaður og það er alveg yndislegt. Ég er förðunarfræðingur og leikhúsförðunarfræðingur að mennt. Loksins get ég farið að gera það á daginn ásamt því að reka Hárhönnun með bestu vinkonu minni, já ég á bara 50% í því fyrirtæki. Voða gaman, mjög flott og vinsæl stofa á skólavörðustígnum. Ég mun sjá með vinkonu minni um reksturinn markaðsmál, starfsmannamál og allt það sem fylgir að reka fyrirtæki. Það eru bara sætar og klárar stelpur að vinna þar ;). Það er gott að fara að gera annað eftir að hafa verið að selja auglýsingar í alltof mörg ár, fínt að taka góða pásu frá auglýsingarbransanum þó svo að hann geti líka verið mjög skemmtilegur.
Þannig að núna vitið þið hvert þið eigið að koma í lit og klippingu og svo erum við með margt annað í boði t.d höfuðnudd, hárspa og fl.
Annars..
hehe
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju með atvinnuskiptin...
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 18:03
til hamingju með það ég mun halda áfram að koma með sjálfa mig og svo frænda þinn hann Arnar þín systir Eva Björk
Eva Björk (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 08:14
Get með sanni sagt: TIL HJAMINGJU ! búinn að reyna "losna" lengi sjálfur og gott ef það er ekki að takast.. ;)
Þetta er vissulega fjörugur brannsi en líka mannskemmandi og magasársgefandi.. you know what I mean
Kv. Svenni Waage
Sveinn Waage, 12.1.2007 kl. 11:13
Til hamingju en mín hárgreiðsla er ekki til þess fallin að skapa þér mikil viðskipti. Gangi þér vel.
Egill Jóhannsson, 13.1.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.