Nýjir tímar.

Ég vil byrja að óska öllum gott nýtt ár

Þetta ár á eftir að vera mjög gott hjá mér ég er að fara að gera allt aðra hluti en ég hef gert áður. Verð ekki lengur að selja auglýsingar það var víst eitthver niðurskurður í fyrirtækinu og ég ásamt nokkru öðru góðu fólki var sagt upp. En það þýðir samt ekki að það sé slæmur hlutur, mér var boðið önnur staða eða að selja auglýsingar á annari deild innan fyrirtækisins eða dótturfélag eða hvað sem þetta er allt saman. En ég vildi það ekki, hef annað á prjónunum sem vonandi klárast allt í næstu viku. Ég var að vinna með yndislegu fólki og ég á eftir að sakna þeirra mikið, mjög mikið að kláru og skemmtilegu fólki hjá 365 og fyrirtækið er heppið að hafa þau. En einnig var mjög gáfuðu, skemmtilegu og yndislegu fólki sagt upp, fólk sem hefur unnið mikið og vel fyrir það fyritækið.

Uppsögnunum kom fólki á óvart í auglýsingardeildunum eðililega en svona þurfa líka stór fyrirtæki að gera. Allavega mig hlakkar til að halda áfram ég get vonandi sagt ykkur frá því í næstu viku hvað það er sem frú Hildur er að fara að gera.

Hafið það sem allra best og bæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt ár litla

Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Gleðilegt ár og vona að þér gangi vel á nýjum vettvangi.

Egill Jóhannsson, 2.1.2007 kl. 22:57

3 identicon

Gleðilegt ár Hildur, og takk fyrir það gamla.  Var að frétta með þessa breytingu hjá þér frá félaga okkar Jón Ásgeir hjá Sirkus.  Bíð spenntur að sjá hvað tekur við hjá þér, veit að þú átt í ekki í nokkrum vandræðum að finna eitthvað við þitt hæfi.  Verðum í bandi.

kv

FELIX

Felix (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Böðvar Jónsson

Gleðilegt ár Hildur mín. Hlakka til að heyra í þér sem fyrst. Bíð eftir að heyra frá nýju vinnunni

Böðvar Jónsson, 6.1.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband